Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Spieth bætti sig um 12 högg | Merritt jafnaði vallarmet

Hann varð viðburðaríkur annar keppnis dagur RBC Heritage mótsins á PGA mótaröðinni í golfi.

Jordan Spieth lék hringinn á 62 höggum eftir að hafa leikið fyrsta keppnisdaginn á 74. Hann er því alls á sex höggum undir pari í sjöunda sæti, sex höggum á eftir Troy Merritt sem er efstur.

Merritt gerði sér lítið fyrir og jafnaði vallarmet á Hilton Head golfvellinum þegar hann lék á 61 höggi í gær.