Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Alex snýr aftur og ætlar á ÓL 2016

Alexander Petersson verður í leikmannahópi Íslands á EM 2016 í Póllandi. Það er mikill fengur að fá "Lexa" aftur í hópinn en þessi magnaði leikmaður hefur verið að glíma við leiðindar meiðsli undanfarin ár sem hafa m.a. kostað hann stórmót með landsliðinu.

"Vélmennið" er aðeins byrjað að ryðga enda verður kappinn 35 ára í sumar en Alexander er staðráðinn að skila sínu í viðleitni landsliðsins að komast í forkeppni Ólympíuleikanna í Ríó, nk. sumar.

Ef fólk var búið að gleyma því hvers hann er megnugur, er ekki úr vegi að kíkja á þetta myndband sem snillingarnir hjá icehandball settu saman. Áfram Ísland!