Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | Bjarte Myrhol frá keppni í 6 vikur

Norski landsliðsmaðurinn Bjarte Myrhol sem leikur með danska liðinu Skjern þurfti að fara meiddur af velli í leik gegn Nantes í Meistaradeildinni um síðstu helgi. Óttast var að um alvarleg meiðsl í hné væri að ræða en nú er komið í ljós að tognun í liðbandi sé að ræða. Þessi meiðsli munu halda honum frá keppni í 6 vikur og mun hann því missa af næstu leikjum með Skjern sem og tveimur æfingarleikjum með norska landsliðinu.

"Það er auðvitað slæmt að missa af þessum leikjum en ég verð bara að taka því. Hinsvegar er það jákvætt að þetta var ekki krossbanda eða liðþófa meiðsli þannig við erum bara að tala um vikur en ekki mánuði. Ég var mjög hræddur um að það væri eitthvað alvarlegt á ferðinni þar sem ég var með mikinn verk og bólgnaði mikið", sagði Myrhol í viðtali við TV2.