Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild karla | PSG bauð Barcelona Nikola Karabatic

Samkvæmt spænska miðlinum RAC1 var Barcelona boðið að fá Nikola Karabatic af franska liðinu PSG. Karabatic er ekki ókunnugur herbúðum Barcelona en hann vann Meistaradeildina sem og spænsku deildina á þeim árum sem hann spilaði með liðinu en hann kom einmitt til PSG frá Barcelona árið 2015.

En samkvæmt fréttum þá hafnaði Barcelona þessu tilboði PSG og Karabatic verður því áfram leikmaður PSG. Karabatic hefur verið einn besti handknattleiksmaður heims á undanförnum árum og hefur hann spilað með liðum eins og Kiel,Montpellier,Barcelona og PSG.

Nikola+Karabatic+Paris+Saint+Germain+Handball+r113GnNjL1ml.jpg