Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

EHF Meistaradeild kvenna | Staðfest hvaða félög fá þátttökurétt

stjórn EHF ákvað á fundi sínum í morgun hvaða félög fengju þátttökurétt í DELO Meistaradeild kvenna á komandi leiktíð. 15 félög fara beint í riðlakeppnina en 4 félög þurfa að fara í umspil um eitt laust sæti. Stjórn EHF ákvað að veita þremur félögum, FTC (Ungverjaland), CSM Búkarest (Rúmenía) og Brest (Frakkland) uppfærslu úr EHF bikarnum yfir í Meistaradeildina að þessu sinni. þau fjögur félög sem mætast í umspilinu eru tékkneska liðið Banik Most og spænska liðið Rocasa annars vegar og serbneska liðið Zork og tyrkneska liðið Kastamonu hins vegar en forkeppnin fer fram helgina 6-8.september.

Alls verða fimm fyrrum sigurvegarar Meistaradeildarinnar þátttakendur í riðlakeppninni á kmandi leiktíð en það eru félögin Györ(Ungverjaland), Buducnost(Svartfjallaland), CMS Búkarest(Rúmenía), Podravka(Króatía) og Krim(Slóvenía). Riðlakeppni Meistaradeildar kvenna hefst 4-6.október.

Dregið verður í riðla fimmtudaginn 27.júní kl.16.00 og verður í beinni útsendingu á SportTV og hér að neðan má sjá þau lið sem verða í pottinum.

DELO WOMEN'S EHF Champions League 2019/20:

Györi Audi ETO KC (HUN)

Buducnost (MNE)

Rostov-Don (RUS)

Metz Handball (FRA)

Team Esbjerg (DEN)

Vipers Kristiansand (NOR)

SG BBM Bietigheim (GER)

RK Krim Mercator (SLO)

IK Sävehof (SWE)

MKS Perla Lublin (POL)

HC Podravka Vegeta (CRO)

SCM Rm Valcea (ROU)

FTC-Rail Cargo Hungaria (HUN)

CSM Bucuresti (ROU)

Brest Bretagne Handball (FRA)

Umspil

Rocasa Gran Canaria (ESP)

ZORK Jagodina (SRB)

DHK Banik Most (CZE)

Kastamonu GSK (TUR)

39AE4C00-95C9-4989-BA70-38782AFA0F9A.jpeg