Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Kristín skoraði 16 í óvæntum sigri Vals

Valur skaut Fram af toppi Olís deildar kvenna í gær þegar Valur vann 26-23 sigur í Safamýrinni. Á sama tíma lagði Grótta Hauka og tyllti sér á topp deildarinnar.

Hér að ofan má sjá valda kafla úr leik Fram og Vals en Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn í leiknum og skoraði 16 mörk í sigri Vals.