Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Landsleikir á EHF TV

Leikið er í undankeppni EM karla í handbolta í vikunni. Íslenska landsliðið tekur á móti Serbíu í kvöld í Laugardalshöll en ef þú átt ekki tök á að mæta í höllina er hægt að sjá leikinn á Rúv.

Þeir sem vilja sjá fleiri leiki geta fylgst með öðrum leikjum á EHF TV.

Í kvöld verða leikir Noregs og Króatíu annars vegar og Makedóníu og Frakklands hins vegar á EHF TV.

Á laugardag verða leikir Ungverjalands og Rússlands og Danmerkur og Hvíta-Rússlands í beinni en Guðmundur Guðmundsson þjálfar danska landsliðið eins og frægt er.