Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Erfiður þriðji keppnisdagur

Þá er þriðja degi lokið í heimsbikarkeppni einstaklinga í keilu og átti Hafþór Harðarson ekki góðan dag.

Hann hitti aldrei á góð skot og þegar aðstæður eru erfiðar og illa kastað er útkoman ekki góð. Hann er í 19. sæti eftir daginn og verður allt sett á leikina á morgun.

Skorið hans úr leikjunum í dag var: 183-195-198-172-193.