Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Fjölbreytt dagskrá næstu helgi

Það verður fjölbreytt dagskrá hjá okkur um helgina. Alls fjórar beinar útsendingar.

Á laugardaginn verður leikur Snæfells og Keflavíkur í Dominos deild kvenna í beinni klukkan 15.

Á sunnudaginn byrjar dagurinn með beinni útsendingu frá úrslitaleik AMF mótaraðarinnar í keilu klukkan 11. Tilþrifin þar verða mun glæsilegri en í myndbandinu hér að ofan.

Klukkan 17 verður úrslitaleikur 6. stigamóts Masters mótaraðarinnar í snóker í beinni og klukkan 20:15 leikur Fylkis og FH í Lengjubikarnum í fótbolta.