Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Actavismótið - Strákar

Actavismótið í körfubolta var haldið að Ásvöllum helgina 16.-17. janúar. Þar kepptu efnilegir strákar á laugardeginum og á sunnudeginum var komið að stelpunum að sýna listir sýnar.

SportTv mætti á svæðið, tók myndir og nokkur viðtöl. Hér er innslagið um laugardaginn, þar sem strákarnir réðu ríkjum en fréttin um stelpurnar er í vinnslu og ætti að detta inn fljótlega.

Ekki hika við að deila þessu skemmtilega myndbandi af efnilegasta körfuboltafólki landsins!

ps, við biðjumst velvirðingar á nokkuð "hristum" viðtölum en þrífóturinn okkar var ekki að ráða við dripplandi bolta í næsta nágrenni. :)