Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Bestu tilþrif Lamar Odom

Körfuknattleiksmaðurinn Lamar Odom berst nú fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa fundist nær dauða en lífi á vændishúsi fyrir skömmu.

Þessi fyrrum NBA-meistari hefur lengi glímt við vandamál utan vallar og ofneysla ýmissa eiturlyfja hefur nú orðið þess valdandi að Odom liggur milli heims og helju.

Kappinn var frábær leikmaður á sínum tíma og í myndbandinu sem fylgir fréttinni, má sjá nokkur af hans helstu tilþrifum á parketinu í NBA-deildinni.