Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Bledsoe hafði betur í framlengingu gegn Westbrook

Eric Bledsoe og Russell Westbrook háðu magnað einvígi þegar Phoenix Suns lagði Oklahoma City Thunder í NBA deildinni í nótt.

Westbrook skoraði 39 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar auk þess sem hann stal 3 boltum. Það dugði þó ekki til sigurs því Bledsoe klikkaði ekki skoti í seinni hálfleik og framlengingunni en hann skoraði alls 28 stig, tók 13 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og varði 4 skot í leiknum.

Bledsoe hitti úr 11 af 16 skotum sínum í leiknum. Westbrook þurfti 38 skot til að hitta einu sinni oftar en Bledsoe.