Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Stephen Curry fór á kostum þegar Golden State Warriors lagði Memphis Grizzlies í þriðja leiknum í röð í undanúrslitum vesturdeildar NBA körfuboltans.
Warriors vann einvígið 4-2 og mætir annað hvort Houston Rockets og Los Angeles Clippers í úrslitum vesturdeildar.
Í austurdeildinni tryggði Atlanta Hawks sér 4-2 sigur á Washington Wizards í nótt og réttinn til að mæta LeBron James og félögum í Cleveland Cavaliers í úrslitum austurdeildar.
Nánar um leikina í nótt hér að neðan.