Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Curry og Warriors veifa sópnum framan í Rockets

Stephen Curry skoraði 40 stig og setti met yfir flestar þriggja stiga körfur í úrslitakeppni NBA þegar Golden State Warriors flengdi Houston Rockets á útivelli í úrslitum vesturdeildar NBA í nótt.

Hér má sjá allar 59 þriggja stiga körfur Curry til þessa í úrslitakeppninni. Svo má halda áfram að telja í næstu leikjum.

Warriors er 3-0 yfir í einvígi liðanna.