Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Emil: Síðasti maðurinn úr þorpinu slekkur ljósin

Emil Karel Einarsson, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn er að vonum spenntur fyrir stórleiknum á morgun, þegar Þórsarar mæta KR í bikarúrslitaleik í Laugardalshöll.

Emil segir lið Þórs tilbúið í slaginn og leggur áhersu á að sínir menn leiki vel í 40 mínútur gegn Íslandsmeisturunum. Það verður gaman að sja hversu margir koma með frá Þorlákshöfn til að horfa á leikinn en Emil segir að "Græni drekinn" verði í banastuði á pöllunum.