Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Enn ein þrennan hjá Westbrook

Russell Westbrook fór fyrir Oklahoma City Thunder sem lagði Minnesota Timberwolves í NBA í nótt. Westbrook náði þrefaldri tvennu í áttunda sinn á tímabilinu.

Westbrook skoraði 29 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst í leiknum og fór mikinn í leiknum eins og sjá má hér að ofan.

Hér að neðan má sjá flottustu tilþrif næturinnar í NBA og úrslit allra leikja.