Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Golden State einum sigri frá titlinum | Tröllaleikur LeBron dugði ekki

LeBron James skoraði 40 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en það dugði ekki til því Golden State Warriors lagði Cleveland Cavaliers 104-91 í fimmta leik liðanna í úrslitum NBA körfuboltans í nótt.

Warriors er 3-2 yfir í einvíginu og því aðeins einum sigri frá titlinum. Stephen Curry fór á kostum í leiknum fyrir Warriors. Hann skoraði 37 stig en hann hitti úr 13 af 23 skotum sínum, þar af 7 af 13 þriggja stiga skotum sínum.