Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

"Hann er fáviti"

Stórstjarnan Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni er ekki mjög hrifinn af Mark Cuban, eiganda Dallas Mavericks.

Cuban, sem er þekktur vélbyssukjaftur, lét þau orð falla að Durant væri eina stjarnan í liði Thunder en þar á bæ hefur Russell Westbrook hreinlega verið óstöðvandi í vetur og er klárlega skilgreindur sem "stjarna".

Durant hraunaði yfir Cuban og svo var Charlie Villanueva, leikmaður Dallas einnig tekinn í bakaríið fyrir að vera að skipta sér að dns-rútínu Westbrooks fyrir leik.