Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
James Harden stal senunni í NBA í nótt þegar hann skoraði 51 stig fyrir Houston Rockets sem lagði Sacramento Kings 115-111 í hörku leik.
Á sama tíma tryggði Brook Lopez Brooklyn Nets sigur í nágranaslagnum í New York. Lopez tók 2 sóknarfráköst í síðustu sókninni áður en hann skoraði sigurkörfuna gegn New York Knicks eins og sjá má hér að neðan.