Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Helena:Við þurfum að borga Grindavík til baka

Helena Sverrisdóttir snéri aftur til Hauka fyrir þetta tímabil eftir áralanga dvöl í atvinnumennsku erlendis. Hún var í dag kjörin besti leikmaður seinni hluta Dominosdeildar kvenna og er vel að nafnbótinni komin.

Helena er spennt fyrir komandi átökum í úrslitakeppninni, þar sem deildarmeistarar Hauka mæta Grindavík. Grindvíkingar slógu einmitt út Hauka í bikarnum og Helena er ekki búin að gleyma því!