Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Helgi Már: Það verður knúsað út alla vikuna

Helgi Már Magnússon lék að öllum líkindum sinn síðasta leik fyrir KR í kvöld en Helgi og fjölskylda hans hyggjast flytja til Bandaríkjanna í sumar.

Þessi fjölhæfi og vinsæli leikmaður átti í mesta basli að komast í viðtal eftir leik, slíkur var fjöldinn af KR-ingum sem vildi knúsa kallinn og þakka honum fyrir hans framlag til klúbbsins.