Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Ívar: Helena var andsetin inni á vellinum.

Ívar Ásgrímsson var sáttur maður eftir frábæran sigur íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik gegn Ungverjum.

Ísland vann leikinn 87-77 og enginn lék betur en Helena Sverrisdóttir. Ívar hrósaði öllum sínum leikmönnum eftir leik en sagði Helenu hafa verið hreinlega andsetna á köflum.