Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Jón Arnór góður en Barcelona vann fyrsta leikinn

Jón Arnór Stefánsson skoraði 7 stig, tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu í fyrsta leik Unicaja og Barcelona í undanúrslitum spænska körfuboltans.

Barcelona vann leikinn örugglega 91-60 en Jón Arnór er allur að koma til eftir meiðsli.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni er Real Madrid 1-0 yfir gegn Valencia.