Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

J.R. Smith sá um Hawks

J.R. Smith stal senunni þegar Cleveland Cavaliers lagði Atlanta Hawks í fyrsta leik liðanna í úrslitum austurdeildar NBA körfuboltans í nótt.

Smith hitti úr 8 þriggja stiga skotum í leiknum sem er meira en nokkur leikmaður Cavaliers hefur gert áður.

Smith skoraði 28 stig en LeBron James var samur við sig og skoraði 31 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.