Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Kobe Bryant er af flestum talinn næstbesti skotbakvörður allra tíma (ekkert stig fyrir að giska á hver er talinn bestur). Þessi magnaði leikmaður hyggst leggja skóna á hilluna frægu í lok tímabilsins og hann sýndi gamla takta í leik Los Angeles Lakers gegn Minnesota Timberwolves.
Kobe skoraði 38 stig í 119-115 sigri Lakers og yljaði mörgum aðdáendum félagsins um hjartarætur. Stigin hans Kobe má sjá í myndskeiðinu hér að ofan, sem tekið er af heimasíðu NBA á youtube.