Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

LeBron og Cavaliers með sópinn á lofti

LeBron James skoraði 27 stig, tók 10 fráköst og gaf 8 stoðsendingar þegar Cleveland Cavaliers skellti Boston Celtics í fjórða sinn í jafn mörgum leikjum og komst í undanúrslit austurdeildar NBA í nótt.

Alls voru fjórir leikir í úrslitakeppni NBA í nótt. Washington Wizards sópaði einnig sinni viðureign, gegn Toronto Raptors. Dallas Mavericks vann loks leik gegn Houston Rockets og minnkaði muninn í 3-1.

Í mest spennandi einvígi fyrst umferðar jafnaði Los Angeles Clippers metin gegn San Antonio Spurs með góðum sigri í Texas. Nánar um leikina fjóra má sjá hér að neðan.