Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Magnaður Curry

Stephen Curry skoraði 40 stig þegar Golden State Warriors lagði New Orleans Hornets í framlengdum leik í New Orleans í úrslitakeppni NBA í nótt.

Curry tryggði Warriors framlengingu með tveimur þriggja stiga körfum á síðustu 12 sekúndum venjulegs leiktíma og gerði gæfumuninn í framlenginunni.

Warriors er 3-0 yfir í einvíginu líkt og Chicago Bulls gegn Milwaukee Bucks sem vann ekki síður dramatískan sigur í tvíframlengdum leik á útivelli í nótt.

Cleveland Cavaliers vann Boston Celtics í nótt í Boston og er líka 3-0 yfir í einvígi sínu.

Allt um leikina þrjá hér að neðan.