Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Martin með enn einn stórleikinn

Martin Hermannsson og félagar í LIU-háskólanum í Brooklyn unnu í gær góðan sigur á Central Conneticut, 80-74.

Martin var að venju áberandi í liði LIU en þessi frábæri bakvörður endaði með 20 stig, 5 fráköst og 6 stoðsendingar.

Hér má sjá helstu tilþrif úr leiknum, þar sem Martin er að sjálfsögðu meðal þeirra sem sýna listir sínar.