Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

McCarthy tekur lagið á íslensku

Hin frábæra Kristen McCarthy sem varð Íslandsmeistari með Snæfelli í Dominos deild kvenna í körfubolta í gær brá á leik með vefmiðlinum Karfan.is eftir sigurinn á Keflavík í þriðja leik liðanna.

McCarthy sló á létta strengi og söng lagið sem Friðrik Dór fór næstum því með í lokakeppni Eurovision.

Hér að neðan má sjá viðtal við hana frá Karfan.is.