Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Meistararnir jöfnuðu metin

Tim Duncan skoraði 28 stig og fór fyrir San Antonio Spurs sem jafnaði metin í einvígi sínu gegn Los Angeles Clippers í úrslitakeppni NBA í nótt. Leikið var á heimavelli Clippers.

Það kom ekki að sök fyrir meistara Spurs að Tony Parker skoraði aðeins eitt stig og að Blake Griffin náði þrefaldri tvennu fyrir Clippers.

Alls voru þrír leiki í NBA í nótt en Memphis Grizzlies komst í 2-0 gegn Portland Trail Blazers og Atlanta Hawks komst í 2-0 gegn Brooklyn Nets. Svipmyndir úr leikjunum þremur er að finna hér að neðan.