Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Mikilvægur sigur Hauka í Grindavík

Haukar gerðu góða ferð í Grindavík í Dominos deild kvenna í körfubolta í gær og höfðu sigur 80-69.

Fyrir vikið komust Haukar upp í fjórða sæti deildarinnar og eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Grindavík í þriðja sætinu en fjögur efstu liðin komast í úrslitakeppnina.

Hér að ofan má sjá helstu atvik úr leiknum í Grindavík.