Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Missir af úrslitakeppninni en varð stigakóngur

Russell Westbrook skoraði 37 stig í nótt þegar Okalhoma City Thunder lagði Minnesota Timberwolves. Það tryggði honum stigameistaratitilinn en það verður að teljast líklegt að sé allt sem hann vinni þessa leiktíðina þar sem Thunder komst ekki í úrslitakeppnina.

Í úrslitatkeppninni verður aftur á móti Anthony Davis með New Orleans Pelicans en hann skoraði 31 stig þegar Pelicans lagði San Antonio Spurs í nótt sem felldi Spurs úr öðru sæti vesturdeildar og niður í það sjötta.