Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Mögnuð tröllatvenna dugði ekki

DeMarcus Cousins bauð upp á sannkallaða tröllatvennu þegar hann skoraði 39 stig og tók 24 fráköst fyrir Sacramento Kings í NBA í nótt.

Ótrúlegt en satt dugði það ekki til þó andstæðingurinn væri Philadelphia 76ers því 76ers vann leikinn nokkuð óvænt.