Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Myndband: Haukar pökkuðu Grindavík

Deildarmeistarar Hauka eru enn á lífi í undanúrslitum Dominosdeildar kvenna eftir öruggan sigur á Grindavík í þriðja leik liðanna í undanúrslitunum. Lokatölur urðu 72-45 og staðan í einvíginu er nú 2-1 fyrir Grindavík. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í rimmuna um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn.

Hér má sjá myndbrot úr leiknum og viðtal við Haukakonuna Helenu Sverrisdóttur sem átti stórleik.