Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

NBA-goðsögninni líst vel á Ragga og Tryggva

Pétur Guðmundsson er sá Íslendingur sem hefur náð lengst í körfubolta en Pétur lék 150 leiki í hinni geysisterku NBA-körfuboltadeild á níunda ártugnum. Pétur lék með Portland Trailblazers, San Antonio Spurs og stóveldinu Los Angeles Lakers á sínum glæsilega ferli.

Pétur er staddur á Íslandi þessa dagana til að taka þátt í metnaðarfullri þáttagerð RÚV um helstu íþróttaafrek Íslendinga. Þar verður einn þáttur tileinkaður afrekum Péturs.

Pétur hefur auga með "stóru mönnunum" í íslenskum körfubolta og líst einkar vel á Ragnar Nathanaelsson hjá Þór Þorlákshöfn og ekki síður Tryggva Snæ Hlinason sem mun leika með Þór Akureyri í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Ekki missa af spjalli við NBA-goðsögnina Pétur Guðmundsson!

Myndefni er fengið að láni frá Youtube-síðum NBA, Þór Akureyri og Ruslinu og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir það.