Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Nýnemarnir tryggðu Duke sigur

Duke fagnaði sigri í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt. Mike Krzyzewski þjálfari skólans fagnaði þar fimmta meistaratitli sínum en hann er næst sigursælasti þjálfari háskólakörfuboltans á eftir hinum goðsagnakennda John Wooden.

Það voru nýnemarnir sem fóru fyrir Duke í leiknum í nótt líkt og í allan vetur.