Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Öruggt hjá stelpunum gegn Mónakó

Ísland skellti Mónakó 81-55 í körfuboltakeppni kvenna á Smáþjóðaleikunum í Laugardalshöll í gær.

Eins og tölurnar gefa til kynna var sigurinn öruggur en íslenska liðið mætir Lúxemborg í hreinum úrslitaleik um gullið á morgun laugardag klukkan 13:30.