Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Öruggt hjá Warriors | Allt í járnum

Golden State Warriors vann öruggan sigur á Cleveland Cavaliers 103-82 í fjórða leik liðanna í úrslitum NBA í nótt á útivelli og jafnaði metin í einvíginu 2-2.

Andre Iguodala fór mikinn í leiknum og skoraði 22 stig líkt og Stephen Curry. Varnarleikur Iguodala var einnig stór ástæða þess að LeBron James skoraði aðeins 20 stig í leiknum eftir að hafa verið með yfir 40 stig að meðaltali í þremur fyrstu leikjunum.