Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Paul og Griffin fóru illa með meistarana

Chris Paul skoraði 32 stig og Blake Griffin 26 stig auk þess að taka 12 fráköst þegar Los Angeles Clippsers fór illa með meistara San Antonio Spurs í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA.

Frekari svipmyndir úr leiknum má sjá hér að neðan en Atlanta Hawks lagði Brooklyn Nets og Memphis Grizzlies átti ekki í vandræðum með Portland Trail Blazers í öðrum leikjum næturinnar. í gærkvöldi lagði Cleveland Cavaliers Boston Celtics eins og áður hefur verið greint frá hér á SportTV.