Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Persónulegt met Westbrook dugði ekki

Russell Westbrook skoraði 54 stig fyrir Oklahoma City Thunder sem tapaði fyrir Indiana Pacers í nótt. Westbrook hefur aldrei skorað meira í leik en Oklahoma er í 9. sæti vesturdeildar og ekki í úrslitakeppninni þegar liðið á þrjá leiki eftir.

New Orleans Pelicans er með sama sigurhlutfall og Oklahoma en Pelicans tapaði einnig í nótt. Pelicans er með betri árangur úr innbyrðis viðureignum og því í úrslitakeppninni þegar svo skammt er eftir af deildarkeppninni.

Úrslit allra leikja og svipmyndir úr þeim má finna hér að neðan.

Tíu bestu tilþrif næturinnar: