Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Sá gamli drekkur enn úr æskubrunninum

Faðir tími er enn ósigraður en Tim Duncan gerir sitt allra besta til að hafa betur í baráttunni við hinn almáttuga.

Duncan skoraði 21 stig og tók 11 fráköst þegar San Antonio Spurs lagði Los Angeles Clippers á útivelli í fimmta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA í nótt.

Spurs er 3-2 yfir í einvíginu en næsti leikur fer fram í Texas.

Í einvíginu um Texas hafði Houston Rockets betur gegn Dallas Mavericks. Rockets vann einvígið sannfærandi 4-1.