Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Takk Nash

Steve Nash er hættur. Leikstjórnandinn frábæri frá Kanada hefur gefið það út en meiðsli hafa leikið hann grátt frá því hann fór frá Phoenix Suns til Los Angeles Lakers.

Hjá Suns skein sól hans skærust en hann er einn allra besti leikstjórnandi í NBA frá upphafi. Hér að ofan er hans minnst á skemmtilegan hátt.