Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Þreföld tvenna fjórða leikinn í röð

Russell Westbrook skoraði 49 stig, tók 16 fráköst og gaf 10 stoðsendingar þegar Oklahoma City Thunder lagði Philadelphia 76ers í framlengdum leik í nótt.

Westbrook afrekaði þar með að ná þrefaldri tvennu fjórða leikinn í röð en það hafði enginn afrekað í deildinni síðan Michael nokkur Jordan gerði það árið 1989.

Hér að neðan má sjá viðtal við Westbrook.