Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Þrennurnar dugðu ekki til sigurs

Russell Westbrook náði þrefaldri tvennu fyrir Oklahoma City Thunder og DeMarcus Cousins sömuleiðis fyrir Sacramento Kings en það dugði hvorugu liðinu til sigurs í NBA í nótt.

Westbrook skoraði 31 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en Thunder tapaði 135-131 fyrir Dallas Mavericks í mögnuðum körfuboltaleik.

Cousins skoraði 24 stig, tók 21 frákast og gaf 10 stoðsendingar þegar Kings tapaði fyrir Houston Rockets.