Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Umfjöllun: Haukar - Grindavík. Brot á Pálínu?

Haukar náðu í kvöld 2-1 forystu í einvígi sínu gegn Snæfelli um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna. Leikurinn var framlengdur og endaði 82-74.

Í þessu myndskeiði má finna margar fallegar körfur og umdeild atvik. Sérstaklega er það atvik þar sem Pálina Gunnlaugsdóttir í liði Hauka stal boltanum en Hólmarar voru afar ósáttir við að Pálína hafi ekki verið dæmd brotleg.

Í fréttinni má einnig finna viðtöl við Helenu Sverrisdóttur sem skoraði 45 stig í kvöld og afar ósáttan þjálfara Snæfells sem sakar Haukakonur um að "floppa" til að fá villur.

Líf og fjör!