Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson hefur farið á kostum með liði sínu í bandaríska háskólaboltanum í vetur.
Martin leikur með LIU háskólanum í Brooklyn og hefur skorað um 15 stig að meðaltali í vetur en bakvörðurinn snjalli er nú á öðru ári sínu með liðinu.
Í fyrra lék Martin með Elvari Má Friðrikssyni í Brooklyn en Elvar söðlaði um fyrir þetta tímabil og gekk til liðs við Barry University í Florida.
Martin var hins vegar kyrr hjá LIU og er að leika eins og engill.
Í þessu myndbandi frá LIU-háskólanum, má sjá 10 bestu tilþrif liðsins á síðasta tímabili og þar eru Martin og Elvar í stórum hlutverkum.