Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Warriors NBA meistari | Iguodala verðmætastur

Golden State Warriors tryggði sér sinn fyrsta NBA meistaratitil í körfubolta í 40 ár þegar liðið lagði Cleveland Cavaliers í nótt í sjötta leik liðanna á útivelli í úrslitum.

Warriors vann rimmu liðanna 4-2 en Andre Iguodala var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna að þeim loknum.