Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is
Stephen Curry skoraði 26 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Golden State Warriors lagði Cleveland Cavaliers 108-100 í fyrsta leik liðanna í úrslitum NBA körfuboltans í nótt.
LeBron James fór á kostum í leiknum og skoraði 44 stig, það mesta sem hann hefur skorað í leik í lokaúrslitum. LeBron tók að auki 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.