Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Westbrook með níundu þrennuna

Í kjölfar frétta af því að Kevin Durant sé alvarlega meiddur og ekki víst að hann leiki meiri körfubolta á tímabilinu hélt Russell Westbrook áfram að bera lið Oklahoma City Thunder á bakinu.

Westbrook skoraði 36 stig, gaf 14 stoðsendingar og tók 10 fráköst þegar Thunder lagði Atlanta Hawks örugglega í NBA í nótt. Var þetta níunda þrefalda tvenna hans á leiktíðinni.

Öll úrslit næturinnar og flottustu tilþrif má sjá hér að neðan.