Ritstjórn SPORTTV ritstjorn@sporttv.is

Westbrook með þrefalda tvennu en Harden hafði betur

Russell Westbrook náði sinni elleftu þreföldu tvennu á tímabilinu þegar hann skoraði 40 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 11 fráköst gegn Houston Rockets í NBA í gærkvöldi.

Það dugði þó ekki til sigurs gegn James Harden og félögum en Harden skoraði 41 stig fyrir Rockets.

Á sama tíma náði LeBron James sinni fyrstu þreföldu tvennu á tímabilinu þegar Cleveland Cavaliers lagði Chicago Bulls á heimavelli. LeBron skoraði 20 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst.